Jodie Foster hlaut s.l. sunnudag hin eftirsóttu Emmy verðlaun fyrir aðalhlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni „True Detective: Night Country“ sem tekin var að mestu leiti upp á Íslandi 2023-4.

Jodie hlaut þarna sín fyrstu Emmy verðlaun en hún hafði verið tilnefnd þrisvar sinnum áður.

Það sem vakti athygli hér heima og kom fram í þakkarræðu Jodie, var mikið hrós hennar til íslenska fagfólksins sem kom að framleiðslu þáttanna: „incredible, incredible Icelandic crew“ … „Gosh, I love you guys all so much from everywhere in the world,“ og þakkaði svo fyrir sig á íslensku.

Icelandair átti viðtal við Jodie um það leiti sem tökum lauk á Íslandi um verkefnið og skoða má hér!