Félag tæknifólks stendur sunnudaginn 29. september fyrir miðbæjargöngu í Reykjavík þar sem Stefán Pálsson sagnfræðingur segir sögu kvikmyndasýninga á Íslandi.
Gangan hefst stundvíslega klukkan 11 við vatnspóstinn í Aðalstræti, gegnt Fiskmarkaðnum.
Mikilvægt er að skrá sig til leiks með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Makar eða afkomendur félagsfólks eru velkomnir með.
Munið að klæða ykkur eftir veðri.