Athygli félagsfólks er vakin á að allsherjaratkvæðagreiðsla um sameiningu FÍS – Félags íslenskra símamanna og FTF – Félags tæknifólks. Allsherjaratkvæðagreiðslan hefst kl. 13, föstudaginn 1. nóvember og stendur til kl. 13, föstudaginn 8. nóvember.

Eins og fram kemur á upplýsingasíðu vegna atkvæðagreiðslunnar hafa stjórnir FTF og FÍS unnið þétt saman og samþykkt tveggja aðskildra aðalfunda beggja félaga liggur fyrir ásamt nýjum lögum og kjöri á fyrstu stjórn og trúnaðarráði sameinaðs félags. Ferlið og tengd verkefni hafa verið útfærð í samningi milli félaganna, yfirfarin og samþykkt af endurskoðanda beggja félaga og unnin í samræmi við reglur og hefðir RSÍ og ASÍ. Endanlegir samningar um ráðstöfun eigna og skuldbindinga milli FÍS og FTF annarsvegar og FÍS og RSÍ hinsvegar verða undirritaðir um leið og sameining félaganna gengur í gildi ef yfirstandandi atkvæðagreiðsla samþykkir sameininguna.

Á upplýsingasíðunni er einnig hægt að nálgast upplýsingar um samninga sem gerðir hafa verið vegna sameiningarinnar og ráðstöfun fjármuna, svo eitthvað sé nefnt.

Mikilvægt er að sem flestir greiði atkvæði.

Kosið er á mínum síðum.