Félag tæknifólks hefur ýtt úr vör sérsniðnum upplýsingavef fyrir einyrkja – www.einyrki.is.
Vefurinn tekur til helstu atriða um eigin atvinnurekstur, svo sem: réttindi, skyldur, skattgreiðslu og reiknivél fyrir útselda vinnu.
Um er að ræða lifandi verkefni í stöðugri þróun og má vænta aukins framboðs á vefnum þegar fram líða stundir.
Hikið ekki við að setja ykkur í samband við hjalp@taeknifolk.is ef spurningar vakna!