Nýr kjarasamningur SA og RSÍ/FTF vegna tæknigreina var undirritaður hjá ríkissáttasemjara eftir hádegið í dag. Við samninginn voru gerðir viðaukar sem ná til fimm fyrirtækja.
Það eru:
- Leikfélag Reykjavíkur
- RÚV
- Sýn
- Síminn
- Míla
Samningurinn verður kynntur hjá umræddum fyrirtækjunum á allra næstu dögum en hann má í heild lesa hér.
Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mínum síðum þriðjudaginn 17. desember kl. 12:00. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við undirritunina í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Á myndunum er stjórn og samninganefnd Félags tæknifólks en einnig fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og fyrirtækjanna sem samið var fyrir.