Fyrsti formlegi fundur Félags tæknifólks/RSÍ við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd SÍK (Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda) fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar eru ásáttir um að halda áfram vinnunni á nýju ári og stefna að undirritun sérkjarasamnings fyrir kvikmyndaiðnaðinn á útmánuðum.

Segja má að um mikilvæg tímamót sé að ræða. Nái aðilar saman mun fyrsti samningur FTF við SÍK líta dagsins ljós í vor.

Á myndinni má sjá samninganefndir þessara aðila en myndin var tekin hjá ríkissáttasemjara í morgun.