Félag tæknifólks (FTF) leitar nú að nýju nafni á félagið. Félagsfólki hefur fjölgað verulega yfir síðastliðin ár og telur í dag vel yfir 2.100 félaga. Samhliða þessari fjölgun hefur þekking og starfsreynsla innan félagsins orðið fjölbreyttari, en félagsfólk okkar vinnur víða við margvísleg störf tengd rafrænni miðlun, upplýsingatækni og skapandi greinum. Félag íslenskra símamanna er til að mynda nýjasti hópurinn sem sameinaðist FTF þann 11. nóvember s.l. og með þeim kom öflugur hópur tæknifólks í fjarskiptum. Markmiðið með nýju nafni er að ná betur utan um starfsemi félagsins og stuðla að frekari vexti þess.
Sá félagi sem sendir inn vinningstillöguna vinnur 150.000 króna gjafabréf í Kringluna. Samkeppnin stendur yfir til 16. janúar. Aðeins skráð félagsfólk getur sent inn nafn.
Takið þátt hér.
Hvað gæti einkennt nýtt nafn?
- Nafnið má hvort sem er vera bein lýsing á starfseminni eða bara nafn sem stendur eitt og sér.
- Ef tillagan er að nafnið sé í raun setning „Félag X, Y, Z“ þá væri gott að huga að því að skammstöfunin sé ekk mikið notuð.
- Ef tillagan er eitt nafn þá er það plús ef nafnið fellur vel að mismunandi notkun og beygingum, virkar á fleiri tungumálum eða einfalt að finna t.a.m. enska þýðingu á því, ef ekki er of mikið af séríslenskum stöfum svo lén/slóð á heimasíðu sé eins nálægt raunverlulegu nafni og hægt er.
- Alltaf plús ef nafnið er ekki nú þegar notað af mörgum öðrum og alls ekki öðrum félagasamtökum, gott lén fyrir nafnið sé laust á netinu og ekki skráð hugverk / vörumerki.
Hvernig tek ég þátt?
- Hverjum félaga Í FTF gefst kostur á að senda inn 3 tillögur að nýju nafni og mun vinningstillagan hljóta vegleg verðlaun.
- Hverri tillögu þarf að fylgja rökstuðningur.
- Tillögur má líka senda á ftf@ftf.is