Dagana 22. – 23. janúar 2025 fóru fram fundir og vinnustofa með UNI Global Union Europe þar sem starfsemi þeirra var kynnt fyrir aðildarfélögum RSÍ. Grafía, Félag tæknifólks og þar með talið Félag íslenskra símamanna eiga aðild hvert um sig að deildum UNI og hafa sótt fundi á þeirra vegum. UNI-MEI, UNI-ICTS eru deildir FTF og FÍS og UNI-Graphics and packaging er deild Grafíu. Seinni dagurinn var undirlagður vinnustofu í samstarfi við VR, LÍV- Landssamband íslenskra verzlunarmanna og SSF – Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og var þar kynnt EPOC – European Power & Organizing Centre og þjónusta þeirra sem stendur íslensku félögunum til boða.
Hópurinn á meðfylgjandi mynd tók þátt í fræðslunni um EPOC í húsnæði VR og gerði góðan róm að dagskránni sem í senn var fræðandi og spurði spurninga um hvernig aðferðafræði er beitt í starfsemi stéttarfélaga.