Jakob Tryggvason, formaður FTF, var kjörinn nýr formaður RSÍ á aukaþingi sambandsins sem fram fór í Gullhömrum á fimmtudag. Jakob hlaut 72,9% greiddra atkvæða en Ágúst Hilmarsson bauð sig fram á móti honum.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, sem tók sæti á Alþingi á dögunum, hefur því látið af störfum sem formaður. Hann gegndi formennsku í um 14 ár.
Við kjör Jakobs losnaði staða gjaldkera RSÍ. Tveir félagsmenn, þeir Eiríkur Jónsson og Finnur Víkingsson gáfu kost á sér til embættisins. Svo fór að Finnur hafði betur með 61,4% greiddra atkvæða og er þannig nýr gjaldkerfi sambandsins.
Í stuttu ávarpi á þinginu, þegar úrslitin lágu fyrir, þakkaði Jakob fyrir stuðninginn og hvatti til samstöðu. „Ég heiti því að gera mitt allra besta í starfi sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands,“ sagði Jakob.
Á myndinni hér fyrir ofan eru ritari, varaformaður, nýr formaður og nýr gjaldkeri RSÍ.