Kosning um nýjan formann Félags tæknifólks hefst miðvikudaginn 26. mars klukkan 12:00 á hádegi. Kosningin stendur yfir í viku og lýkur miðvikudaginn 2. apríl klukkan 12:00.
Þrír félagar eru í framboði til formanns en Jakob Tryggvason, fráfarandi formaður, var á dögunum kjörinn formaður Rafiðnðaðarsambands Íslands.
Kosningin fer fram á Mínum síðum.
Hér fyrir neðan má sjá kynningu frá frambjóðendum.