Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks. Hann hlaut flest atkvæði í atkvæðagreiðslu um formannsembættið, sem lauk á hádegi í dag. Ragnar hlaut 100 atkvæði, eða 41,5% greiddra atkvæða. Hann hefur gegnt embætti varaformanns undanfarin ár.
Þorgils Björgvinsson hlaut 69 atkvæði, eða 28,6%. Sigríður Rósa Bjarnadóttir hlaut 40 atkvæði, eða 16,6%.
32, eða 13,3% tóku ekki afstöðu.
Um 10% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.