Ársskýrsla Félags tæknifólks 2020-2021

Jakob Tryggvason

Jakob Tryggvason formaður FTR/Ljósmynd Birta.is

Árið 2020 fer ekki á spjöld sögunnar í okkar röðum vegna COVID 19-faraldursins heldur fyrst og fremst vegna þess að Félag tæknifólks í rafiðnaði sameinaðist kjaradeild Félags kvikmyndagerðarmanna og Félagi sýningarstjóra við kvikmyndahús formlega í nóvember og heitir eftir það Félag tæknifólks.

Þetta er miklu meira en breyting að forminu til því þarna gáfum við, næststærsta félagið innan Rafiðnaðarsambandsins, í raun út yfirlýsingu um samstöðu og sameiginlega fag- og stéttarvitund, brugðumst við breytingum á vinnumarkaði og náðum saman undir faglegri regnhlíf mismunandi hópum sem eiga mun fleira sameiginlegt í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum en sýnist fljótt á litið.

Í þessum skilningi er hátt til lofts og vítt til veggja í Félagi tæknifólks og þannig á það líka að vera.

Sameining félaganna þriggja hefur gengið vel og ávinningurinn strax í upphafi er að við höfum nú umboð til að tala fyrir hönd þeirra sem starfa við tækni og upplýsingamiðlun í skapandi greinum, upplýsingatækni og miðlun.

Í Félagi tæknifólks eru í stórum dráttum þrír hópar. Einn er starfsfólk í leikhúsum, fjölmiðlum, tækjaleigu og öryggisfyrirtækjum, annar eru nær því að teljast iðnaðarmenn í sínum greinum og í þriðja hópnum eru verktakar og launagreiðendur.

Sameiningin styrkir Félag tæknifólks, Rafiðnaðarsambandið og heildarsamtök launafólks þar með líka.

Veirufaraldurinn jafngilti ísöld í atvinnumálum fjölda fólks í röðum félagsins okkar en áhrifin urðu sem betur fer vægari meðal annarra hópa félagsmanna. Þegar leiksýningar, tónleikar og hvers kyns fjöldasamkomur voru bannaðar þurfti ekki að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir atvinnumenn á öllum sviðum þessara greina. Fjölmiðlaathyglin beindist mjög að sviðslistamönnum en síður að okkur, hinu „ómissandi fólki að tjaldabaki“ sem missti lífsviðurværið að hluta til eða öllu leyti á einni nóttu. Við urðu því að minna á okkur sjálf og gerðum það eins og síðar verður fjallað hér frekar um.

Við settum upp vefsíðu um veirumálið, fyrst fyrir félagið okkar en síðan var hún útfærð fyrir allt Rafiðnaðarsambandið. Félagið var í sambandi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis og átti fulltrúa á upplýsingafundum um COVID.

 • Drjúgur hluti af vinnutíma formannsins fór í að kynna, fylgja eftir og benda á hvernig aðgerðir ríkisstjórnar og almannatryggingakerfisins gætu gagnast sem best þeim okkar sem ekki eru í skilgreindum hópum gagnvart opinberum ráðstöfunum af þessu tagi (einyrkjar, fólk í tímabundnum störfum eða í mörgum hlutastörfum, svo eitthvað sé nefnt).
 • Atvinnuleysi meðal tiltekinna hópa í Félagi tæknifólks í faraldrinum varpaði skýru ljósi á óvissa stöðu og réttindaleysi sem stafar af lítt eða alls ekki skilgreindu ráðningarsambandi á vinnumarkaði. Við stóðum að því að stofna starfsnefnd innan ASÍ um ótraust ráðningarform.
 • Við létum gera sóttvarnagrímur merktar Félagi tæknifólks og gáfum félagsmönnum. Þannig sýndi félagið í verki að það lætur sig varða heill, hamingju og heilsu síns fólks.

Landsmenn komust ekki hjá að verða varir við kynningarátakið Ómissandi fólk. Það hófst reyndar með blaðagreinum formanns og í framhaldinu voru gerðar auglýsingar þar sem mikið var lagt undir og margir lögðu hönd á plóg fyrir lítið eða jafnvel ekki neitt. Fyrirtæki og fagfólk í okkar röðum brást vel við kalli og á miklar þakkir skildar.

 • Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar lögðu á sig mikla vinnu og veittu okkur leyfi til að nota hugverk sín fyrir gjald sem gerði ekki meira en að greiða fyrir tímann sem liðið var á vettvangi við upptökur.
 • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús lánaði okkur húsnæði.
 • RÚV lánaði tæki, útsendingarbíl og mannskap.
 • Exton og KUKL lánuðu mikið af búnaði og fleiri fyrirtæki lögðu okkur lið.

101 Productions framleiddu kynningarefnið en Sahara hélt utan um dreifingu á Facebook, Instagram, YouTube og Google Ads og beindi markaðsefninu að skilgreindum markhópum. Um 86.000 manns sáu skilaboðin í þessum miðlum og heildarbirtingar voru yfir 700.000 talsins. Niðurstaða Sahara: „Lykilmælikvarðar herferðar koma mjög vel út samanborið við það sem við þekkjum.“

Kostnaðurinn við þetta ímyndarátak var auðvitað umtalsverður en sjálfboðaliðavinna og greiðvikni fyrirtækja gerði það að verkum að við fengum í sannleika sagt mikið fyrir lítið!

Við höfum sett á dagskrá vinnu við marka stefnu og forgangsraða í málum er varða okkur félagana og félagið sjálft og verkefni varðandi til dæmis menntun, hæfni, öryggismál og fleira. Sumt er hugsað sem tilraunaverkefni og á komandi starfsári er meiningin að þroska verkefnin frekar og festa lausa enda hér og þar.

 • Gakktu í bæinn. Við bjóðum þá velkomna í hópinn sem nýlega hafa í hann bæst og stuðlum að því að þeim sem fyrir eru líði áfram eins og heima hjá sér í félagsskapnum! Kynnum það sem félagsmönnum stendur til boða í félaginu og með RSÍ sem bakhjarl. Réttindamál, málefni lífeyrissjóða, lagaskyldur um persónuvernd og fleira og fleira. Viðfangsefnin og umræðuefnin eru óþrjótandi.
 • Störf á síbreytilegum vinnumarkaði, ótraust ráðningarsamband. Eðli máls samkvæmt er þetta viðfangsefni okkar í umtalsverðum mæli enda höfum við innan vébanda félagsins fjölda einyrkja sem búa við lítt skilgreint ráðningarsamband. Þessi hópur fer reyndar stækkandi og verkalýðshreyfingin verður að horfa til stöðu hans og þarf í mun meira mæli en hefur verið gert á tímum þar sem vinnumarkaðurinn breytist ört og þrýst er á að hefðbundin grunngildi samtakamáttar víki.
  Ýmsar breytingar sem tengjast fjórðu iðnbyltingunni koma hér við sögu og sprota- og nýsköpunarstarfsemi sömuleiðis að einhverju leyti
  „Fjarvinnusprengingin“ í veirufaraldurstíðinni er nærtækasta dæmið um snöggar breytingar á vinnumarkaði sem breyta viðmiðum á svipstundu og verða strax viðfangsefni í kjarasamningum.
 • Menntun og hæfni. Rafmennt – fræðslumiðstöð rafiðnaðarins, Félag tæknifólks og Samtök iðnaðarins hafa sótt sameiginlega um styrk til menntasjóðs Rafiðnaðarsambandsins vegna verkefnis sem ber yfirskriftina Mannauður er auðlind – greining starfa, hæfni, menntunar- og mannauðsþarfa fólks í upplýsingatæknistörfum í skapandi greinum, miðlunargreinum og upplýsingatækni.+
  Þetta er langtímaverkefni sem ætla má að taki 5-7 ár að þroskast til fulls en fer að skila tilætluðum árangri strax á fyrsta ári. Í umsókninni til menntasjóðs RSÍ segir að í fyrsta hluta verkefnisins skuli leitast við að:

„taka saman og greina aðgengilegar upplýsingar til að skapa heildstæða yfirsýn og fjölbreytileika þeirra starfa sem teljast til tækni- og hugverka og í dag eru að mörgu  leyti falin innan mismunandi starfsgreina. Slíkar upplýsingar munu gagnast við mótun náms og raunfærnimats en ekki síður við mat á mannaflaþörf og skilgreiningu viðkomandi starfa í ÍSAT 2008 starfaflokkunarkerfi Hagstofunnar sem nauðsynlegt er til að fylgjast með þróun þessa hóps á vinnumarkaði.“

 • Öryggismál. Félagið hefur stofnað til verkefnis í samstarfi við Rafmennt fræðslusetur um að búa til námsefni og skipuleggja hæfnisvottun þeirra sem bera ábyrgð á öryggismálum á sýningum, tónleikum, sviðsviðburðum og yfirleitt á vettvangi þar sem tæknibúnaður, tæki og tól gnæfa á sviði eða hanga í lofti yfir listamönnum og áhorfendum. Uppsetning búnaðarins krefst sérhæfingar sem vissulega er fyrir hendi hjá mörgum en við viljum gera þetta að fagsviði með tilheyrandi menntun, vottun og eftirliti. Við köllum eftir því að stjórnendur viðburða, sviðslista og kvikmyndaiðnaðarins komi að borðinu með okkur, rýni stöðuna og marki með okkur stefnu um hvað beri að gera og hvernig. Þetta er ekki hvað síst brýnt nú þegar við blasir að margir sérhæfðir „reynsluboltar“ á þessu sviði hurfu til annarra starfa á COVID-tímanum og hafa ekki skilað sér til baka.

Við viljum fjölga í Félagi tæknifólks og bjóðum þá velkomna sem eiga heima í einhverju aðildarfélaga okkar!
Á Vefnum er að finna skráningarsíðu sem er ágætt upphafsskref að því að ganga til liðs við okkur. Þar er hægt að haka við meginstarfssvið í Félagi tæknifólks. Líklega verður sá listi lengdur til að möguleikarnir þar verði tæmandi því vart verður aðildaráhuga fólks sem starfar til dæmis við stefnumótun, ráðgjöf, stafræna umbreytingu og telur sig eiga samleið með okkur og á það trúlega þegar að er gáð.

Við rekum okkur á að varast ber að túlka hugtakið „tækni“ í heiti félagsins okkar þröngt og miða ekki eingöngu við þekkingu á að brúka einhver tæki og tól. Orðið tækni er nefnilega skilgreint í íslenskum fræðum sem „æfð, skipuleg starfsaðferð sem nauðsynlegt er að menn noti í starfi sínu, til dæmis í framleiðslu, íþróttum, listum og víðar“, það er að segja verkkunnátta, reynsla og þekking  með eða án verkfæra og véla.

Við skulum því hugsa um tæknina í heiti félagsins í víðri merkingu og þar með undirstrikast það sem fyrr er sagt að í Félagi tæknifólks er hátt til lofts og vítt til veggja.

Vinna við stefnumótun RSÍ hefur verið fyrirferðarmikil á liðnu starfsári en eins og með annað hefur Covid-19 haft mikil áhrif á framgang
verkefnisins. Í mars 2020 var allri vinnu hins vegar frestað fram á haustið en stefnumótunarhópurinn kom aftur saman í september. Fækkað var í starfshópnum frá því sem var þar sem upplýsingaöflun var lokið og framundan að vinna úr gögnunum. Starfshópinn skipuðu Aron Máni Nindel Haraldsson RSÍ-UNG, Jakob Tryggvason FTF, Jón Óskar Gunnlaugsson RFS, Margrét Halldóra Arnarsdóttir FÍR, Þórunn Jónsdóttir FRV, Kristján Þórður Snæbjarnarson
formaður RSÍ og Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri RSÍ. Í stefnu RSÍ kemur fram framtíðarsýn, gildi, áherslur og markmið sem lögð verða til grundvallar næstu 5 árin. Framtíðarsýn RSÍ er að gæta hagsmuna félagsmanna, stuðla að bættum lífsgæðum og vera sterkur bakhjarl félagsmanna og fjölskyldna þeirra. Gildi RSÍ eru samstaða, lífsgæði og þjónusta. Áherslur í starfinu eru bætt lífskjör, aukið öryggi, leiðandi afl í menntun, fyrsta flokks þjónusta og sterk liðsheild.

Í tengslum við samruna félaganna FTR, FK, FSK fyrr í vetur hefur verið unnið að því hörðum höndum að setja upp markmið og skýran fókus á starfsemi nýja félagsins, Félags tæknifólks – FTF. Áskoranir vegna faraldursins voru talsverðar, sérstaklega þegar áætlanir um opna fundi með félögum tóku breytingum eftir því hvaðan vindar blésu hverju sinni. Í febrúar tókst okkur þó að halda opinn fund með félögum þar sem við ræddum fram og til baka undir fundarstjórn Nótera stefnumál okkar í framtíðinni. Út úr þeim fundi komu niðurstöður og mat fundargesta sem tóku virkan þátt í samtalinu. Áhersluatriði við stefnumörkun félagsins eru eftirfarandi í mikilvægisröð:

 1. Skýr grunnur að kjara og launaviðmiðum. Til þess að stefna FTF skili góðum árangri þarf að vinna og viðhalda góðum grunni um kjara og launaviðmið fólks sem starfar í skammtímaráðningarsambandi og í verktöku.
 2. Góð reiknivél sem tryggir að réttar greiðslur af sölureikningum fari á rétta staði. Til Þess að stefna FTF sé árangursrík, að mati þátttakenda, þá þarf að verða til reiknivél fyrir félagsfólk.
 3. Félagsleg réttindi einyrkja séu tryggð til jafns við launafólk. Til þess að stefna FTF skili árangri þarf hún að miða ákveðið að því að jafna réttindi félagsfólks í FTF í átt til þeirra réttinda sem launafólk býr við.
 4. Efla öryggisvitund milli verktaka / félagsmanna og verkkaupa. Auka öryggisvitund bæði meðal félagsfólks og þeirra sem ráða það í verkefni.
 5. Mikilvægur þáttur í stefnu FTF er að auka gæði og stöðlun í ráðningarsamningum og auka fagleika og gæði í ráðningarsamningum og aðgengi að sérfræðiaðstoð við gerð.
 6. Sniðmát að ráðningarsamningum komi frá stéttarfélaginu. Aukinn fagleiki og gæði í ráðningasamningum og sniðmát fyrir þá væru mikilvægt skref.

Með þessa punkta í farteskinu verður haldið áfram að byggja upp öflugt félag og þökkum við kærlega öllum þeim sem tóku þátt í þessu giggi fyrir að gefa sér tíma í verkefnið að móta stefnu félagsins okkar.

Nefndir innan RSÍ

Stjórn og nefndir ASÍ

Seta í stjórnum og ráðum

Framkvæmdastjórn RSÍ
Gjaldkeri: Jakob Tryggvason, FTF
Aðalmenn miðstjórnar RSÍ
Elma Bjarney Guðmundsdóttir, FTF
Hafliði Sívertsen, FTF
Ragnar G. Gunnarsson, FTF
Sigurjón Ólason, FTF
Elma Bjarney Guðmundsdóttir FTF
Varamenn
Anna Sigríður Melsteð, FTF
Páll S. Guðmundsson, FTF
Hafþór Ólafsson, FTFSambandsstjórn
Aðalmenn
Móeiður Helgadóttir, FTF
Elva Sara Ingvarsdóttir , FTF
Róbert Steingrímsson, FTF
Sigurður Ingi Kjartansson, FTF
Einar Ágúst Kristinsson, FTF
Varamenn
Björn Helgason, FTF
Jón Eiríkur Jóhansson, FTF
Ólafur Ragnar Halldórsson, FTF
Jóhannes Tryggvason, FTF
Andri Guðmundsson, FTFStarfsnefndir miðstjórnar
Afmælisnefnd vegna 50 ára afmælis RSÍ 2020
Elma Bjarney GuðmundsdóttirFjölskylduhátíðarnefnd RSÍ
Hafliði Sívertsen
Jakob TryggvasonJafnréttisnefnd RSÍ
Anna Sigríður Melsteð, Elma Bjarney Guðmundsdóttir.Launanefnd RSÍ
Jakob TryggvasonLaga- og skipulagsnefnd RSÍ
Jakob TryggvasonLífeyrisnefnd RSÍ
Jakob TryggvasonMenntanefnd RSÍ
Ragnar G. GunnarssonOrlofsnefnd RSÍ
Hafliði Sívertsen.Skoðunarmenn RSÍ
Anna Sigríður Melsteð
Húsnæðisnefnd
Aðalmaður: Hafliði SívertsenVinnumarkaðs, atvinnumála- og jafnréttisnefnd
Aðalmaður: Anna Sigríður MelsteðLífeyris-, heilbrigðis- og trygginganefnd
Aðalmaður: Jakob TryggvasonMenntanefnd
Varamaður: Elma Bjarney GuðmundsdóttirFjölmiðla- og kynningarnefnd
Varamaður: Sigurjón ÓlasonÓtrygg ráðningarsambönd
Fulltrúi miðstjórnar:
Jakob Tryggvaon, formaður nefndar
Aðalmaður: Sigríður Rósa
Varamaður: Elva Sara Ingvarsdóttir
Menntasjóður rafiðnaðarins
Varamaður: Ragnar G. GunnarssonStjórn Rafmenntar
Aðalmaður: Jakob TryggvasonStarfsgreinaráð rafiðnaðarins
Varamaður: Jakob Tryggvason, tæknimaður
0
Meðalaldur
0
Fjöldi ársverka
0
Fjöldi einstaklinga
0
Fjöldi vinnustaða

Tölfræði úr félagakerfi Félags tæknifólks

Meðalaldur