-
Atvinnurekandi er sá sem stundar sjálfstæða starfsemi með reglubundnum hætti að nokkru umfangi og í þeim tilgangi að hagnast.
-
Taki hann að sér, gegn endurgjaldi, að vinna eða annast um tiltekið verk fyrir annan aðila, verkkaupa, og ábyrgist árangur verksins telst hann verktaki.
-
Verktakar geta bæði verið félög og fólk.
Atvinnurekandi er sá sem stundar sjálfstæða starfsemi með reglubundnum hætti að nokkru umfangi og í þeim tilgangi að hagnast.
Taki hann að sér, gegn endurgjaldi, að vinna eða annast um tiltekið verk fyrir annan aðila, verkkaupa, og ábyrgist árangur verksins telst hann verktaki.
Verktakar geta bæði verið félög og fólk.
Spurt og svarað um eigin atvinnurekstur og rekstur á eigin kennitölu.
Reiknivél fyrir einyrkja
Reiknivélin hér að neðan sýnir launatengd gjöld sem verktakar þurfa að standa skil á fyrir gefnar forsendur.
Dæmi:
- Tímakaup Tæknifólks 1 er að lágmarki 3.060 ISK, fyrir staðgreiðslu. Til að verktaki sé jafnstæður launamanni í þeim launaflokki er samsvarandi tímagjald/útseld vinna 5.284 ISK. Þá er átt við að reiknað endurgjald sé það sama og tímakaup í dagvinnu.
Athugið, útreikningur birtist fyrir neðan reiknivélina!
.
Forsendur
- Fjöldi veikindadaga á ári: 24
- Aðrar launaðar fjarvistir á ári, svo sem rauðir dagar og fjarvistir vegna veikinda barna: 15
- Verkfæragjald: 6%, sbr. kjarasamning Félags tæknifólks og SA.
- Greiðsla í lífeyrissjóð: Hluti launþega er 4% en launagreiðanda 11,5%. Verktaki er bæði í hlutverki launþega og launagreiðanda í uppgjöri.
- Viðbótarlífeyrissparnaður: 6%. Hluti launamanns er 4% en launagreiðanda 2%. Verktaki er bæði í hlutverki launmanns og launagreiðanda í uppgjöri.
- Stéttarfélagsgjöld: Miðast við sjóði Félags tæknifólks (3,35% alls).
- Desember- og orlofsuppbót: Miðast við kjarasamning Félags tæknifólks og SA, samtals 164.000 ISK árið 2024. Upphæðinni er dreift á heildarfjölda virkra vinnustunda á ári í dagvinnu.
Ítarlegri reiknivél, þar sem breyturnar eru fleiri, má nálgast hér:
Í töflunni hér að neðan má sjá lágmarkskjör í kjarasamningi Félags tæknifólks og SA.
Launafólk | Verktaki | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dagvinna | Yfirvinna 1 | Yfirvinna 2 | 10-22* | Dagvinna | Yfirvinna 1 | Yfirvinna 2 | 10-22* | |
Tæknifólk 1 | 3.060 | 4.773 | 5.489 | 45.515 | 5.284 | 8.193 | 9.409 | 78.344 |
Tæknifólk 2 | 3.261 | 5.088 | 5.851 | 48.512 | 5.625 | 8.728 | 10.024 | 83.431 |
Tæknifólk 3 | 3.623 | 5.653 | 6.501 | 53.898 | 6.240 | 9.687 | 11.127 | 92.578 |
Tæknifólk 4 | 3.773 | 5.886 | 6.769 | 56.126 | 6.495 | 10.083 | 11.583 | 96.362 |
Tæknifólk 5 | 3.912 | 6.102 | 7.018 | 58.189 | 6.731 | 10.450 | 12.005 | 99.867 |
* er dæmi um 12 tíma vinnutörn á virkum degi.
|
Tímakaup launafólk/verktaki | ||||
---|---|---|---|---|
Dagvinna | Yfirvinna 1 | Yfirvinna 2 | 10-22* | |
Tæknifólk 1 | 3.060/5.284 | 4.773/8.193 | 5.489/9.409 | 45.515/78.344 |
Tæknifólk 2 | 3.261/5.625 | 5.088/8.728 | 5.851/10.024 | 48.512/83.431 |
Tæknifólk 3 | 3.623/6.240 | 5.653/9.687 | 6.501/11.127 | 53.898/92.578 |
Tæknifólk 4 | 3.773/6.495 | 5.886/10.083 | 6.769/11.583 | 56.126/96.362 |
Tæknifólk 5 | 3.912/6.731 | 6.102/10.450 | 7.018/12.005 | 58.189/99.867 |
*er dæmi um 12 tíma vinnutörn á virkum degi.
|