Félag tæknifólks efnir til nafnasamkeppni

Verðlaun 150.000 kr. gjafabréf

  • Allar tillögur verða lagðar fyrir valnefnd sem getur hafnað öllum ef svo ber undir.
  • Tillagan sem ber sigur úr býtum hlýtur 150.000 kr. gjafabréf í Kringluna.

Hvernig tek ég þátt?

  • Þátttaka er opin öllu félagsfólki FTF til og með 16. janúar.
  • Hverjum félaga Í FTF gefst kostur á að senda inn 3 tillögur að nýju nafni og mun vinningstillagan hljóta vegleg verðlaun.
  • Hverri tillögu þarf að fylgja rökstuðningur.
Aðeins félagsfólk í FTF getur komið með tillögur, því þurfum við kennitölu!

Hvað gæti einkennt nýtt nafn?

  • Nafnið má hvort sem er vera bein lýsing á starfseminni eða bara nafn sem stendur eitt og sér.
  • Ef tillagan er að nafnið sé í raun setning „Félag X, Y, Z“ þá væri gott að huga að því að skammstöfunin sé ekk mikið notuð.
  • Ef tillagan er eitt nafn þá er það plús ef nafnið fellur vel að mismunandi notkun og beygingum, virkar á fleiri tungumálum eða einfalt að finna t.a.m. enska þýðingu á því, ef ekki er of mikið af séríslenskum stöfum svo lén/slóð á heimasíðu sé eins nálægt raunverlulegu nafni og hægt er.
  • Alltaf plús ef nafnið er ekki nú þegar notað af mörgum öðrum og alls ekki öðrum félagasamtökum, gott lén fyrir nafnið sé laust á netinu og ekki skráð hugverk / vörumerki.