AÐALFUNDIR 2020 OG SAMEINING FÉLAGANNA

Félag tæknifólks í rafiðnaði, Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús og kjaradeild Félags kvikmyndagerðarmanna hafa samþykkt sameiningu. Haldinn verður stofnfundur nýs stéttarfélags síðar á árinu. Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu og með tilliti til væntanlegrar sameiningar er ljóst að fresta verður venjubundnum aðalfundastörfum félaganna.

Engu að síður boðar Félag tæknifólks í rafiðnaði hér með til aðalfundar sem fram fer kl. 17, 29. apríl 2020. Kynning verður á undirbúningi sameiningar og lykiltölum úr reikningum og að því loknu verður fundi frestað til hausts. Fundað verður í fjarfundi. Félagar í FK og FSK eru velkomnir á fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Skráning er nauðsynleg, áhugasamir sendi tölvupóst á ftr@taeknifolk.is þar sem fram kemur fullt nafn, netfang og kennitala.

DAGSKRÁ:

  1. Skýrsla stjórna um stöðu sameiningar og starf félaganna í ljósi heimsfaraldurs
  2. Kynning á fyrirliggjandi tölum úr ársreikningum
  3. Fundum frestað

Reykjavík 21. apríl 2020
Sýnum samstöðu á erfiðum tímum!
Kveðja stjórnir FK, FSK og FTR