Hvað er Félag tæknifólks og hvað gerum við?

Félag tæknifólks telur vel yfir 1500 félaga.

Félag sýningarmanna við kvikmyndahús, Félag kvikmyndagerðarmanna og Félag tæknifólks í rafiðnaði hafa tekið höndum saman um að mynda eitt stórt og sterkt félag saman, félag tæknifólks FTF.

Félagið heldur utan um félaga sína sem starfa í mörgum greinum á fjölmörgum vinnustöðum og gætir hagsmuna þeirra sem snúa að vinnuveitanda.

Félagið leggur sig fram um að styrkja félaga sína til vaxtar í sínum störfum með því að bjóða upp á endurmenntun sem þjónar þeim, á sínum vegum eða/og í samstarfi við aðrar menntastofnanir.

Félagið semur um kaup og kjör á vinnumarkaðnum fyrir félaga sína með Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ).

Félagið, með aðild að RSÍ, styrkir félaga sína út frá þeim reglum sem um sameiginlega sjóði sambandsins og aðildarfélaga þeirra gilda hverju sinni.

Félagar hafa fullan aðgang að orlofskerfi, afsláttarkerfi og öðrum sjóðum RSÍ auk viðburða sem RSÍ stendur fyrir.