-
Þekkir þú samninginn þinn?
-
Ertu að brenna upp?
-
Hvernig væri að....
Hvernig getum við aðstoðað þig?
Fyrir þig
Sísísí-bæting
Við viljum alltaf læra meira og bæta okkur, bæði persónulega og í starfi. Hvernig er best að gera það? Ein leið er að sækja námskeið og þar kemur sér það vel að vera félagi í Félagi tæknifólks.
- Niðurgreidd námskeið í boði hjá Rafmennt.
- Styrkir til náms og námsskeiða. Þar með talið: Upphafsnám á brautum á háskólastigi, annað nám sem veitir réttindi og/eða styrkir félagsmann í störfum sínum og viðurkennd námskeið í fagnámi, sem ekki eru haldin hjá Rafmennt.
- Ferðastyrkir á sérhæfð fagnámskeið erlendis sem ekki eru í boði innanlands. Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en 140.000 kr. á ári.
- Ferðastyrkir til að sækja námskeið innanlands.
- Styrkir til að sækja sérhæfða fagráðstefnu erlendis hjá Félagi tæknifólks.
Hopp og hí
Hreyfing er holl. Höfun heilsuna í lagi. Styrkir fyrir heilsuna:
- Líkamsræktarstyrkur
- Sjúkraþjálfun/Endurhæfing
- Gleraugnastyrkur
- Hjartavernd/Áhættumat
- Krabbameinsskoðun
- Kostnaðarsamar læknisaðgerðir
- Ferðastyrkur v. lækninga fjarri heimili
- Viðtalsmeðferð
- Fæðingarstyrkur
Þú getur klárað málið á þínum síðum hér.
Við styðjum við, til vaxtar í starfi og þegar vandamál koma upp.
Þegar þú kemur út á vinnumarkaðinn og færð starf innan tæknigreina t.d í leikhúsum, tónleikahúsum, fjölmiðlum, tölvufyrirtækjum eða við önnur störf þá eru tveir möguleikar í boði þegar kemur að því að semja um kaup fyrir vinnuna. Langflestir eru ráðnir til starfa hjá fyrirtækjunum til lengri tíma og verða þannig launþegar. Þá er ákveðinn samningur sem RSÍ hefur gert við þá atvinnurekendur sem tekur gildi. (sjá samninga). Launþegi vinnur störf undir ábyrgð vinnuveitandans.
Hinn möguleikinn er verktaka eða sjálfstætt starfandi einstaklingar. Það er algengt í mörgum starfsgreinum, sérstaklega í skapandi greinum eins og kvikmyndagerð, viðburðasenunni og svo framvegis. Þá er mikilvægt að þess sé gætt að samið sé á réttum forsendum um kaup og kjör við þannig störf. Ekkert mælir á móti því að sá samningur byggi á kjarasamningum RSÍ og vísað sé til þess í verksamningi.
Launafólk
Launþegi er sá sem ræður sig með ráðningarsamningi í fast starf hjá atvinnurekanda og vinnur undir stjórn og á ábyrgð hans eða manna sem hann ber ábyrgð á, gegn greiðslu í peningum og/ eða öðrum verðmætum.
- Launþegi greiðir af sínum launum til stéttarfélags FTF/RSÍ sem sér um að semja um kaup og kjör fyrir launþegann. Launþeginn greiðir þannig í sjóði félagsins 1% af launum sínum í félagsgjald. Félagsgjald veitir launþeganum ýmis réttindi eins og styrki, aðgang að orlofshúsum, niðurgreiðslu á símuenntunarmöguleikum og fleira. Vinnuveitandi sér um að félagsgjald skili sér til RSÍ þegar laun eru greidd.
- Launþegi greiðir í lífeyrissjóð 4% af launum sínum. Þannig öðlast hann rétt til þess að sækja t.d. um lán hjá Birtu lífeyrissjóði auk þess sem hann getur reiknað með greiðslu lífeyris við starfslok. Vinnuveitandi sér um að greiðslur launþega skili sér til lífeyrissjóðsins þegar laun eru greidd.
Vinnuveitandi/vinnustaðurinn þinn:
- Vinnuveitandinn greiðir í sjúkrasjóð félagsins 1% af launum launþegans og myndast við það réttindi til styrkja eins og gleraugnastyrk, líkamsræktarstyrk ofl. Spurt og svarað um styrki.
- Vinnuveitiandinn greiðir 0,25% í orlofssjóð félagsins og öðlast launþeginn/félaginn þannig rétt til að sækja um orlofshús félagsins á sérstökum félagskjörum.
- Af launum launþegans greiðir atvinnuveitandi hans 1.1% í menntasjóð, menntasjóður rekur endurmenntunarkerfi og greiðir styrki fyrir nám/námskeið af ýmsum toga.
- Vinnuveitandinn greiðir á móti launþega einnig í lífeyrissjóð 11,5%.
Sjálfstætt starfandi
Þau sem taka að sér að vinna verk fyrir aðra og vinna á eigin ábyrgð eru sjálfstætt starfandi. Árið 2021 er um 9% vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði í þesskonar ráðningarsambandi og fer stækkandi líkt og um heim allan.
Fyrir sjálfstætt starfandi þarf að huga vel að tímakaupi og samsetningu þess þegar samið er um verkefni. Ofan á tímakaup er nauðsynlegt að gera ráð fyrir ýmsum liðum:
- Tryggingjaldi 6,35% sem rennur til ríkisins og fjármagnar m.a. greiðslur úr fæðingarorlofssjóði. (Þar af er tryggingagjaldið sjálft 4,90%, atvinnutryggingagjald 1,35%, og síðan bætast við gjald í ábyrgðasjóð launa (0,05%) og markaðsgjald (0,05%).
- Lífeyrissjóðsgreiðslur 15,5% – skylt skv. lögum.
- Endurhæfingarsjóður 0,1% – skylt skv. lögum.
- Félagsgjald í FTF/RSÍ 1% af launum.
- Orlofssjóður 0,25%
- Menntasjóður 1,1% í menntasjóð, menntasjóður rekur endurmenntunarkerfi og greiðir styrki fyrir nám/námskeið af ýmsum toga.
- Sjúkrasjóður 1% og myndast við það réttindi til styrkja eins og gleraugnastyrk, líkamsræktarstyrk ofl. Nánar hér.
- Orlofslaun 11,59% til að fjármagna fríin.
- 3,1% til að fjármagna veikindadaga.
- 4,3% til að fjármagna löghelga frídaga.
- 4,1% Desember og orlofsuppbót.
Samtals amk. 48,39% sem bætast þarf við tímakaup. Til viðbótar má nefna tryggingar sem þarf að skoða í tengslum við vinnuna, hugsanlegan vinnufatnað, verkfæri og þessháttar.