Hvenær virkjast réttindi til að sækja um styrki?

0
styrkir í boði fyrir félaga

Styrki er hægt að sækja um á mínum síðum og virkjast þeir eftir 6.- 24. mánaða greiðslu til sjóðanna. Sjóðirnir eru styrktar- og sjúkrasjóður RSÍ, sambandssjóður RSÍ og orlofssjóður. Einnig eru veittir styrkir úr menntasjóði rafiðnaðarins og sér Rafmennt/RSÍ um þær styrkveitingar.

Ef öll skilyrði eru uppfyllt er styrkur lagður inn á reikning félaga fyrir næstu mánaðamót.

Allar umsóknir um styrki fara fram á Mínum síðum

Virkjast eftir 6 mánaða greiðslur til félagsins. Greitt er 50% af útlögðum reikningi. Hámarksgreiðsla 50.000 kr. á ári. Taktu mynd af kvittun frá ræktinni/sundlauginni eða þar sem þú kaupir hreyfingarþjónustuna þína, loggaðu þig inn á mínar síður þar sem þú sækir um styrk og sendir inn umsóknina. Styrkur er greiddur fyrir næstu mánaðamót inn á reikninginn þinn. Þú getur svo bætt við umsóknum þar til hámarksupphæð er náð.

Fyrir félagsmenn komna á eftirlaun

Þessi styrkur er í boði fyrir þá sem voru virkir félagar við starfslok.
Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna þjálfunar í líkamsræktarstöðvum,  (2 mánaða kort eða árskort), sundkort (6 mánaða kort og árskort, ekki stakir sundtímar), dansskólum (námskeið) og íþróttafélögum vegna íþrótta í allt að 5 ár frá starfslokum. Að því tilskyldu að það sé til 2ja mánaða eða lengur. Greiðslan nemur allt að helmingi framlagðs kostnaðar en þó aldrei hærra en kr. 30.000 á hverju almanaksári. (Nýtt frá 1.jan 2018) Gildir eingöngu um þennan styrk. 

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Greiðslukvittun þar sem fram kemur tímabil þjálfunar, nafn og kennitala seljanda og kaupanda ásamt upphæðinni sem greidd var.
 • Greiðslukvittun er jafnframt skilyrði í þeim tilvikum þar sem um er að ræða ótímabundinn samning, greitt er samkvæmt útlögðum kostnaði.

Þessi styrkur virkjast þegar greitt hefur verið af félaga í 6 mánuði samfellt. 25 skipti eru niðurgreidd á einu ári.

Greitt er fyrir allt að 25 skipti árlega hjá löggiltum meðferðaraðila eins og sjúkraþjálfara, kírópraktor, sjúkranuddara og osteopata.
Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar. Niðurgreiðsla er 2.000 kr pr skipti sé greitt 2.700 kr. eða meira fyrir tímann.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Kvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala beggja aðila, tímabil meðferðar, fjöldi skipta og upphæð sem greidd var.

Þessi styrkur virkjast þegar greitt hefur verið af félaga í 6 mánuði samfellt.
Heimilt er að styrkja sjóðfélaga við kaup á gleraugum einu sinni á þriggja ára fresti.
Styrkurinn er að hámarki kr. 40.000,   greiðsla nemur allt að helmingi framlags kostnaðar en þó aldrei hærri  en kr. 40.000.-  Gleraugnastyrkur skerðir ekki rétt til  líkamsræktarstyrks.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Ljósrit af sjónmælingu frá augnlækni eða sjóntækjafræðingi og greiðslukvittun fyrir gleraugnakaupum.

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Greitt er 10.000 kr. af skoðunargjaldi.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Kvittun frá meðferðaraðila.

Þessi styrkur virkjast þegar greitt hefur verið af félaga í 6 mánuði samfellt.

Greitt er fyrir skoðun allt að 10.000 kr.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Kvittun frá meðferðaraðila.

Þessi styrkur virkjast þegar greitt hefur verið af félaga í 6 mánuði samfellt.

Styrktarsjóði er heimilt að taka þátt í kostnaði félagsmanna vegna kostnaðarsamra læknisaðgerða.(Ekki almennar tannviðgerðir fyrir utan „inplant“ tannlæknaaðgerð)
Styrkur er metinn hverju sinni en að hámarki 40% af útlögðum kostnaði, hafi kostnaður verið hærri en kr. 100.000, en þó að hámarki  kr. 100.000, auk þátttöku í ferðakostnaði sé um það að ræða.  Styrkur er veittur einu sinni á þriggja ára tímabili.
Undir kostnaðarsamar læknisaðgerðir teljast  t.d.glasa-eða tæknifrjóvgun, laser aðgerð á augum eða dvöl á heilsustofnun í Hveragerði.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

Kvittun frá meðferðaraðila.

Þessi styrkur virkjast þegar greitt hefur verið af félaga í 6 mánuði samfellt.

Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur sjúkrasjóður þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði.  Sækja verður um styrk til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).
Hafni SÍ greiðslu er greitt fyrir 40 til 100 km kr. 5000, 100 til 250 km. kr. 10.000, 250 til 400 km. kr. 17.000 og 400 km og lengra kr. 25.000.  Hámark er greitt fyrir 25 ferðir á ári.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Kvittun frá meðferðaraðila. Afrit af höfnunarbréfi SÍ.

Þessi styrkur virkjast þegar greitt hefur verið af félaga í 6 mánuði samfellt.

Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna viðtalsmeðferðar hjá viðurkenndum sálfræðingi eða félagsráðgjafa. Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar.
Greitt er 40% af kostnaði hvers tíma allt að 25 skipti.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Löggilt kvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda, tímabil meðferðar, fjöldi skipta ásamt upphæðinni sem greidd var.

Þessi styrkur virkjast þegar greitt hefur verið af félaga í 6 mánuði samfellt.

Heimilt er að veita fæðingarstyrk vegna fæðingar barns félagsmanns að upphæð 100.000 kr. fyrir hvert barn, eftir skatt (upphæð fyrir skatt eru tæpar 160.000 kr). Styrkupphæð miðast við hvert barn og að foreldri hafi stundað 100% vinnu sl. 6 mánuði fyrir fæðingu barns/barna. Styrkurinn lækkar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi. Þurfi félagsmaður að draga úr vinnu eða hætta störfum vegna veikinda fyrir fæðingarorlof skal horfa til starfshlutfalls fyrir veikindin.

Foreldri þarf að vera í a.m.k. 75% fæðingarorlofi, miðað við einn mánuð eða 50% fæðingarorlofi í 6 mánuði eða lengur og greiða félagsgjald af fæðingarorlofsgreiðslum, til þess að eiga rétt á styrk. Fæðingarstyrkur á við um alla sem njóta réttinda til fæðingarorlofs úr Fæðingarorlofssjóði, þ.m.t. fæðingarorlof vegna ættleiðingar. Mögulegt er að nýta styrkinn upp að 24 mánaða aldri barns/barna.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Staðfestingu frá fæðingarorlofssjóði um töku fæðingarorlofs, þar sem hlutfall og lengd fæðingarorlofs kemur fram.
 • Staðfestingu um starfshlutfall (ATH: fyllist út af vinnuveitenda) sl. 6 mánuði fyrir fæðingu barns/barna.

Vakin er athygli á því að styrkurinn fæst ekki greiddur fyrr en allt að þremur mánuðum eftir töku fæðingarorlof

Námskeið í boði hjá Rafmennt og samstarfsstofnunum eins og Iðunni og fleiri.

Þessi styrkur virkjast þegar greitt hefur verið af félaga í 12 mánuði samfellt (eða 18 mánuði af síðustu 24 mánuðum) og ekki nýttir aðrir styrkir eða niðurgreiðsla námskeiðsgjalda í menntakerfi rafiðnaðarins síðustu 18 mánuði.

Styrkur er að hámarki kr. 140.000. Endurgreitt er  helmingur þeirrar upphæðar er kvittun segir til um, en aldrei hærri upphæð en kr.140.000. Ferðakostnaður er ekki greiddur. Ekki eru veittir styrkir til sambærilegs náms eða námskeiðs og er í boði hjá Rafmennt.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Greiðslukvittun þar sem fram kemur tímabil, nafn og kennitala fræðsluaðila og félagsmanns ásamt upphæðinni sem greidd var.

Nám á eftirtöldum sviðum er styrkt:

Á framhaldsskólastigi:

 • Nám í stærðfræði sem er viðbót við framhaldsskólanám og geta talist til undirbúnings háskólanáms eða eru á háskólastigi.
 • Framhaldsnám á sviði raungreina og eðlis- og efnafræði sem er viðbót við framhaldsnáms og geta talist til undirbúnings háskólanáms eða á háskólastigi.
 • Tungumálanám til undirbúnings háskólanáms og talist geta á háskólastigi

Á háskólastigi:

 • Upphafsnám á brautum á háskólastigi.

Annað nám:

 • Annað nám sem veitir réttindi og/eða styrkir félagsmenn í störfum sínum.
 • Viðurkennd námskeið í fagnámi sem ekki eru haldin hjá RAFMENNT.

Nám erlendis:

 • Heimilt er að veita styrki til að sækja sérhæfð fagnámskeið erlendis á sviðum sem ekki eru í boði innanlands. Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en kr 140.000. í þeim tilvikum þarf að skila staðfestingu á skráningu og greiðslu námskeiðsgjalds, flugmiða, kvittun vegna hótelkostnaðar og greinargerð þar sem fram kemur um hvað námskeið fjallar, námslengd og hvar og hvenær námskeiðið er haldið sem og lýsing á starfssviði umsækjenda.

Ferðastyrkir á sérhæfð fagnámskeið erlendis sem ekki eru í boði innanlands.  Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en 140.000 kr. á ári.

Heimilt er að veita styrki til að sækja sérhæfð fagnámskeið erlendis á sviðum sem ekki eru í boði innanlands. Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en kr 140.000.

 • Skila þarf staðfestingu á skráningu og greiðslu námskeiðsgjalds, flugmiða, kvittun vegna hótelkostnaðar og greinargerð þar sem fram kemur um hvað námskeið fjallar, námslengd og hvar og hvenær námskeiðið er haldið sem og lýsing á starfssviði umsækjenda.

Ferðastyrkir til að sækja námskeið innanlands.

Hafi félagsmaður verið fullgildur félagi í tvö ár eða lengur og hyggur á fagnám í allt að fjögur ár, er heimilt að óska eftir undanþágu til styrktar- og félagsjóðs án þess að tapa áunnum réttindum í sjóðunum. Áunnin réttindi til styrkja geymast og virkjast að fullu þegar greiðslur hefjast á ný að námi loknu. Styrkir greiðast ekki á meðan á greiðsluhléi stendur.

Nánar hér!

Við andlát félagsmanns er greitt til aðstandanda allt að kr. 605.750.- (frá 1. jan 2020) vegna útfararkostnaðar, enda hafi viðkomandi verið sjóðfélagi í a.m.k. 6 mánuði þegar dauða hans bar að höndum.
Greiða eftirlifandi maka eða forráðamanni barns félagsmanns fyrir eitt barn undir 18 ára aldri á framfæri viðkomandi kr. 1.090.368.- og kr. 545.184.- með hverju barni eftir það (frá 1. jan 2020). Heildarupphæð deilist jafnt á hvert barn.

Heimilt er að greiða vegna barna allt til 21 árs aldurs, enda hafi barn sannarlega verið á framfæri sjóðfélaga og  ekki á vinnumarkaði.

Eingreiddar dánarbætur vegna andláts félagsmanns yngri en 75 ára er kr. 605.750 (frá 1. jan 2020)

Eingreiddar dánarbætur vegna andláts félagsmanns 75 ára eða eldri er kr. 454.320 (frá 1. jan 2020)

Eingreiddar dánarbætur vegna andláts félagsmanns 80 ára eða eldri er kr. 340.740 (frá 1. jan 2020)

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Yfirlit yfir framvindu skipta frá sýslumanni.