Okkar fólk

Loading...

Heildin saman er sterkari. RSÍ samanstendur rúmlega 7000 félögum víðsvegar um landið þvert á starfsgreinar í rafiðnstörfum, tæknistörfum og fleiri starfssviðum. Aðildarfélög RSÍ eru 11 talsins. RSÍ veitir aðildarfélögum fjölbreytta þjónustu og leiðir stjórnun og rekstur sameiginlegra þátta allra aðildarfélaganna.

FTF fólkið sinnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagana eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Fólkið okkar starfar víða og í ólíkum störfum.

 

Nánar á vef RSÍ

Trúnaðarmaður

Í hverju felst það?

Hlutverk trúnaðarmanns samkvæmt 9. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 er að gæta þess að gerðir samningar séu haldnir af atvinnurekanda og fulltrúum hans. Trúnaðarmaður er einnig fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum og sem slíkur er hann tengiliður félagsins og starfsmannanna. Fjallað er um verkefni trúnaðarmanna í kjarasamningum en einnig byggist hlutverk hans á þeim venjum sem skapast hafa um störf hans. Trúnaðarmönnum ber að vinna að bættum kjörum vinnufélaga sinna, jafnframt því sem þeir eru talsmenn atvinnuöryggis, félagslegs öryggis, skynsamlegra stjórnarhátta á vinnustöðum og eru samráðsaðilar vegna breytinga á vinnustöðum.

Starfsfólk skal snúa sér til trúnaðarmanns með umkvartanir sínar og trúnaðarmanni ber að sinna þeim þegar í stað. Honum er, í samráði við verkstjóra, heimilt að verja eftir því sem þörf krefur tíma til trúnaðarmannsstarfa og skulu laun ekki skerðast af þeim sökum. Trúnaðarmanni er heimilt í tengslum við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur varðandi ágreiningsefnið og ber honum að fara með þau gögn sem trúnaðarmál. 

Þar sem trúnaðarmanni er einnig skylt að gæta þess að gerðir vinnusamningar séu haldnir og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt starfsmanna er eðlilegt að hann hafi fullt samráð og samvinnu við stéttarfélagið um ágreiningsefni sem upp koma til að leita leiða um lausn þeirra. Góð samskipti trúnaðarmanns og vinnufélaga eru grundvöllur árangursríks starfs. Nauðsynlegt er að trúnaðarmaður fræði nýliða á vinnustað um helstu reglur og venjur og um verkalýðsfélagið.

Nánar á vef RSÍ