Þau sem taka að sér að vinna verk fyrir aðra og vinna á eigin ábyrgð eru sjálfstætt starfandi. Árið 2021 er um 9% vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði í þesskonar ráðningarsambandi og fer stækkandi líkt og um heim allan.
Fyrir sjálfstætt starfandi þarf að huga vel að tímakaupi og samsetningu þess þegar samið er um verkefni. Ofan á tímakaup er nauðsynlegt að gera ráð fyrir ýmsum liðum:
- Tryggingjaldi 6,35% sem rennur til ríkisins og fjármagnar m.a. greiðslur úr fæðingarorlofssjóði. (Þar af er tryggingagjaldið sjálft 4,90%, atvinnutryggingagjald 1,35%, og síðan bætast við gjald í ábyrgðasjóð launa (0,05%) og markaðsgjald (0,05%).
- Lífeyrissjóðsgreiðslur 15,5% – skylt skv. lögum.
- Endurhæfingarsjóður 0,1% – skylt skv. lögum.
- Félagsgjald í FTF/RSÍ 1% af launum.
- Orlofssjóður 0,25%
- Menntasjóður 1,1% í menntasjóð, menntasjóður rekur endurmenntunarkerfi og greiðir styrki fyrir nám/námskeið af ýmsum toga.
- Sjúkrasjóður 1% og myndast við það réttindi til styrkja eins og gleraugnastyrk, líkamsræktarstyrk ofl. Nánar hér.
- Orlofslaun 11,59% Til að fjármagna fríin.
- 3,1% til að fjármagna veikindadaga.
- 4,3% til að fjármagna löghelga frídaga.
- 4,1% Desember og orlofsuppbót.
Samtals amk. 48,39% sem bætast þarf við tímakaup. Til viðbótar má nefna tryggingar sem þarf að skoða í tengslum við vinnuna, hugsanlegan vinnufatnað, verkfæri og þessháttar.
og svo…
Ýmislegt fleira tínist til sem huga þarf að við verðlagningu á vinnu/þjónustu sjálfstætt starfandi. Sjálfsagt er það mismunandi á milli starfa hverju þarf að huga að en nefna má dæmi:
- 5% utanumhald rekstrarins
- Þinn búnaður
- Húsnæði/vinnustofa
- Farartæki
- Bókhald/endurskoðun
- Eru ólíkar aðstæður á vinnustað eftir verkefnum, kalla þær á frekari tryggingar á þig?