Uppfært 30.09.2020 – Nýtt veggspjald um grímur og einnota hanska
Á fundi með Almannavörnum í dag, 29. september og fulltrúi Félags tæknifólks sat, kom meðal annars fram mikilvægi þess að loftgæði séu viðunandi á vinnustöðum.
- Loftgæði: Mjög gott að lofta út t.d. 2svar á dag í 10-15 mínútur til að hreinsa loftið. Fram kom að þurrt loft er vinur veiranna og því gott að taka rakamælingu öðru hvoru. Verið er að skoða rakatækjanotkun með tilliti til útbreiðslu Covid-19. Nánar um loftgæði
- Gríðarlega mikilvægt að grímur og hanskar séu notaðir á réttan hátt. Nánar um það hér.
- Gríman fríar ekki fólk við því að fara í sóttkví.
- Kaffistofa, kaffivélar og vatnsvélar eru varhugaverðir staðir/hlutir á þessum tímapunkti.
- Skimun er eins og myndataka, eftir skimun getur þú fengið veiruna eins og hver annar!
- Ef sýna þarf fram á vottorð (sóttkví eða veikindi) vegna Covid-19 þá þarf hver og einn að sækja það á heilsuvera.is
- Eftir sóttkví er mikilvægt að fara mjög varlega þegar komið er til baka í vinnu nota grímu og jafnvel hanska. Mikilvægt að nota þann varnarbúnað rétt.
Gerð leiðbeininga fyrir starfsvettvang félaga okkar er í smíðum og verður birtar á vefnum þegar þær eru tilbúnar. Einnig erum við að fá erlendar leiðbeiningar úr kvikmynda- og sviðslistageiranum erlendis frá sem við munum tengja inn á síðuna.