- Á vikulegum fundum viðbragðsaðila í Covidveirunni nú í vikunni var ítrekað að leiðbeiningar um heimasóttkví og finna má hér, er mikilvægt að lesa vel svo allt sé rétt.
- Fram kom einnig að loftgæði eru mikilvæg og að þurrt loft er vinur veirunnar. 40-60% raki er æskilegur og nauðsynlegt að fylgjast vel með því þegar kólna fer í veðri og loft innandyra verður þurrara með meiri kyndingu. Minnt er á mikilvægi þess að lofta út 2x á dag í ca 10-15 mínútur hverju sinni.
- Fólk er hvatt til að fara varlega, Landspítalinn tekur ekki endalaust við.
Leiðbeiningar sem við settum á veifnn í lok september eiga enn við:
Nýtt veggspjald um grímur og einnota hanska
- Loftgæði: Mjög gott að lofta út t.d. 2svar á dag í 10-15 mínútur til að hreinsa loftið. Fram kom að þurrt loft er vinur veiranna og því gott að taka rakamælingu öðru hvoru. Verið er að skoða rakatækjanotkun með tilliti til útbreiðslu Covid-19. Nánar um loftgæði
- Gríðarlega mikilvægt að grímur og hanskar séu notaðir á réttan hátt. Nánar um það hér.
- Gríman fríar ekki fólk við því að fara í sóttkví.
- Kaffistofa, kaffivélar og vatnsvélar eru varhugaverðir staðir/hlutir á þessum tímapunkti.
- Skimun er eins og myndataka, eftir skimun getur þú fengið veiruna eins og hver annar!
- Ef sýna þarf fram á vottorð (sóttkví eða veikindi) vegna Covid-19 þá þarf hver og einn að sækja það á heilsuvera.is
- Eftir sóttkví er mikilvægt að fara mjög varlega þegar komið er til baka í vinnu nota grímu og jafnvel hanska. Mikilvægt að nota þann varnarbúnað rétt.