Föstudaginn 30. október 2020 var haldinn stofnfundur í nýju sameiginlegu félagi þar sem þrjú félög renna saman í eitt: Félag tæknifólks í rafiðnaði/FTR, Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús/FSK og Félag kvikmyndargerðarmanna/FK (kjarasviðs) í eitt félag: Félag tæknifólks.

Undirbúningur að sameiginlegu félagi þessara þriggja hefur staðið um langt skeið og þrátt fyrir að Covid hafi sett nokkuð strik í reikninginn þá voru gerðar samþykktir á aðalfundum félaganna 2018 og 2019 um sameiningu félaganna.

Félag tæknifólks er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og er annað stærsta aðildarfélag þess með yfir 1500 félaga sem vinna störf á ýmsum sviðum í fjölmiðla-, sviðlista- og tæknigreinum.

Nýja stjórn skipa til 2023:

Jakob Tryggvason, formaður
Hafliði Sívertsen
Hafþór Ólafsson
Páll S. Guðmundsson
Sigríður Rósa Bjarnadóttir
Elma Bjarney Guðmundsdóttir
Ragnar G. Guðmundsson

Varamenn:
Sigurjón Ólason
Elva Sara Ingvarsdóttir
Gunnar Ásgeirsson

Lög hins sameinaða félags má lesa hér