Félag tæknifólks varð til við sameiningu þriggja stéttarfélaga 30. október 2020.
Fleiri og fleiri störf eru að verða til í okkar greinum innan skapandi greina, upplýsingatækni og miðlunar.
Mikilvægt er að allir viti af þeim stuðningi sem Félag tæknifólks veitir og því var ráðist í gerð auglýsinga sem ætlað er að gefa smá innsýn inn í örlítinn hluta þeirra 500+ starfa sem okkar félagar sinna.
Gerð þessara auglýsinga hefði ekki verið möguleg nema með samstarfi og ómetanlegum stuðningi fjölda fólks og fyrirtækja
Þau eru öll ómissandi fólk!
omissandifolk.is