Um næstu helgi tekur FTF þátt í málþingi BÍL um starfsumhverfi listamanna. Jakob Tryggvason formaður FTF verður einn af fjórum frummælendum á málþinginu.

Það verður áhugavert að sjá hvert þetta samtal leiðir okkur! Allir sem starfa innan skapandi greina eiga einhverja sögu að segja um hvernig baklandið og stoðkerfi samfélagsins vantar verkfærin og innsýnina til að þjónusta fólkið sem starfar innan greinanna. Listamenn og tæknifólk sitja þar við sama borð og oftar en ekki um sama fólkið að ræða. 

Nánar um málþingið hér -> https://bil.is/listin-ad-lifa-starfsumhverfi-listamanna

Viðburðurinn -> https://fb.me/e/dvnLwUtIO