Nú stendur yfir launakönnun RSÍ. Launakönnun er gerð meðal allra félaga í aðildarfélögum RSÍ með það að markmiði að kortleggja raunverulega stöðu hjá félögum. Hún er gríðarlega mikilvægt vopn í kjarabaráttunni og mælitæki á þróun launa okkar.

Taktu þér nokkrar mínútur og hjálpaðu okkur við að móta áherslurnar fyrir kjaramálin.