Símenntunarmál eru Félagi tæknifólks ofarlega í huga. RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins, og Félag tæknifólks (FTF) kom á samstarfsvettvangi í ársbyrjun 2021 með það að markmiði að auka framboð námsleiða og námskeiða sem hentaði þeirri miklu breidd sem myndar Félag tæknifólks.

Árangurinn lætur ekki á sér standa, því á þessu ári hafa átta námskeið litið dagsins ljós sem henta félögum í FTF.

Í dag var síðasta námskeið þessa árs um rafdreifingu á viðburðum, gríðarlega mikilvægt öryggisnámskeið sem allir í viðburðageiranum ættu að taka!

Námskeið ársins:

 • Rafdreifing fyrir viðburði Á námskeiðinu var farið í meðferð, uppbygging og uppsetning tímabundinna rafdreifikerfa fyrir viðburði. Lausir kaplar, tengi og rafmagns dreifitöflur. Reiknuð var út og áætluð orkuþörf til að hanna dreifikerfið út frá því. Farið var í rafmagnsöryggi og hvernig skal huga að því meðal annars með tilliti til verður skilyrða utandyra. Helstu þættir námskeiðsins eru meðferð, uppbygging og uppsetning tímabundinna rafdreifikerfa fyrir viðburði. Hvað þarf að taka tillit til með mismunandi tækjabúnað (mismunandi tegund af álagi). Orkuþörf og álagsdreifing. Kaplar, Tenglar, Töflur, Vör(Öryggi). Jarð loopur. Rafmagnsöryggi.
  Leiðbeinandi var Gunnar Gunnarsson
 • Hljóðmagnarar fræðilegur hluti Fræðilegur hluti (A) sem undirbúningur fyrir smíði hljóðmagnara (B hluti). Markmið námskeiðsins var að nemendur lærðu/rifjuðu upp fræðin í tengslum við uppmögnun hljóðs með það fyrir augum að geta hannað og smíðað hágæða magnara.
 • Lokahljóðvinnsla – mastering Á námskeiðinu kynntust nemendur þeim grundvallaratriðum sem hafa þarf í huga við lokahljóðvinnslu, það sem kallast mastering á ensku. Farið var yfir ferlið sem tekur við eftir að hljóðblöndun lýkur þar til hljóðriti er skilað til útgáfu, hvort sem það er hljóðskrá fyrir streymisveitu eða vinylplötu. Gerð var grein fyrir búnaði og aðstöðu sem til þarf, hugtök útskýrð og kynnt þau tæki og hugbúnaður sem helst henta við masteringu. Má þar nefna hlið- og stafræna umbreyta (e. AD/DA converter), tónjafnarara (e. EQ) og hljóðþjöppur (e. compressor/limiter) – bæði tæki og plugin. Jafnframt voru kenndir almennir og hagnýtir verkferlar sem nýtast við lokafrágang hljóðrita, meðhöndlun stafrænna hljóðskráa og varðveisla. Lögð var áhersla á að nemendur gætu eins og kostur væri, spurt út í einstaka þætti sem snúa að þeirra viðfangsefnum og áhugasviði. Námskeiðið þetta hentar þeim sem hafa verið að vinna að hljóð- og tónlistarupptökum, bæði áhuga- og fagfólki, og vilja vita hvað mastering snýst um. Allt frá því að taka fyrstu skrefin til þess að bæta við þekkingu sína og færni.
  Leiðbeinandi á námskeiðinu var Bjarni Bragi Kjartansson sem hefur áralanga reynslu í masteringu.
 • Lýsing fyrir sjónvarp og streymi – grunn námskeið Hvað ber að hafa í huga þegar lýst er fyrir sjónvarpsmyndavélar, hvort heldur sem er fyrir sjónvarp eða hvers konar streymi? Á námskeiðinu var farið yfir grunnhugtök í sjónvarpslýsingu svo sem þriggja punkta lýsingu, ljósmagn, ljóshita, stefnu, áferð og gæði ljóss. Farið var í notkun waveform og vectorscope. Skoðaðar voru þær áskoranir sem við getum staðið frammi fyrir við að lýsa fjölmenna uppstillingu fólks, svo sem hvernig maður jafnar lýsinguna gagnvart fleiri en einni myndavél eða vægi andlits á móti bakgrunni. Eftir að farið var yfir helstu hugtök og aðferðir voru sett upp sýnidæmi þar sem kostur gaft á umræðum. Námskeið þetta fjallar einungis um kenningar og aðferðir og ekki kennt sérstaklega á neinn ákveðinn tækjakost.
  Leiðbeinandi á námskeiðinu var Guðmundur Atli Pétursson, ljósameistari RÚV
 • Rekstrarfræði Stutt og hnitmiðað námskeið í flestu því helsta sem einyrkjar/sjálfstætt starfandi þurfa að kunna og standa skil á þegar kemur að rekstri hverskonar – t.d. staðgeiðslu og öðrum skattamálum, reiknuðu endurgjaldi, formi félaga, lífeyrismálum, virðisaukaskatti, bókhaldi ofl.
 • Ljósmyndanámskeið Kennd voru undirstöðuatriði í ljósmyndatækninni. Gefin góð ráð fyrir almennum myndatökum bæði innandyra og utandyra, sýnd var notkun á ljósum í stúdíói, Raw vinnsla í tölvu ásamt grunnvinnslu í Photoshop og margt fleira. Kennt á aðalatriði í Lightroom forritinu. Grunnstillingar á mörgum myndavélum, ásamt öðrum stillingum á vélunum voru útskýrðar. Fjallað um hvernig er best að stilla myndavélina til að ná sem bestum myndum við hinar ýmsu aðstæður. Vandamál og lausnir; þar sem tekin eru fyrir helstu vandamál varðandi myndatökur og bent á góðar lausnir. Námskeiðið, sem er opið í fjarnámi til áramóta, er haldið í samstarfi við fjarnamskeid.is
 • Video serverar
 • Stutt myndbönd