Nýtum kosningaréttinn – kjósum um nýjan kjarasamning! Frestur til að kjósa rennur út á hádegi 21. desember – Kosið er á mínum síðum.
Í nýjum samningi er bókun um tæknifólk, sérstakir lágmarkstaxtar um störfin okkar og verkáætlun um framvinduna næsta árið. Þessi samningur er til 31. janúar 2024 og er framlenging á Lífskjarasamningnum. Lagt er upp með að ljúka þessum verkefnum á árinu 2023:
Verkefni | Verkefni hefst | Verkefni lýkur |
Kjarasamningur fynir tæknigreinar | Er hafið | Október 2023 |
Vinna við bókanir, einföldun og samræming | Er hafið | Nóvember 2023 |
Vinnutími, sveigjanleiki, fjarvinna og réttur til að aftengjast | 7. mars 2023 | Desember 2023 |
Vaktavinna | 7. febrúar 2023 | Desember 2023 |
Ákvæðisvinna | 14. febrúar 2023 | Júní 2023 |
Önnur mál (veikindi, iðnnemar, launakerfi, verkefnaráðningar, flutningslína o.fl.) | 14. mars 2023 | Desember 2023 |
Við vekjum sérstaklega athygli á bókun um Félag tæknifólks í nýjum kjarasamningi:
Bókun
Svofelld bókun komi inn í sérkjarasamning SA og RSÍ/FTF og SA fyrir tæknifólk í rafiðnaði:
- Aðilar eru sammála um að vinna sem hafin er við gerð sérstæðs, almenns samnings fyrir fólk í tæknistörfum, í miðlun, upplýsingatækni- og farskiptaiðnaði, sviðslistum, fölmiðlum og kvikmyndaiðnaði haldi áfram og verði lokið eigi síðar en í október 2023. Samningurinn nær til fólks með sérhæfða tæknimenntun sem kjarasamningar SA við háskólafólk ná ekki til og/eða reynslu á sviði tæknistarfa.
- Aðilar eru sammála um að samhliða viðræðum um fyrirhugaðan samning verði ráðist í eftirfarandi verkefni; þróun fagbréfa fyrir tæknistörf, undirbúningur hafinn við greiningu starfa, starfsheita og hæfnismats þeirra starfa, þátttaka í verkefni Rafmenntar fræðsluseturs vegna öryggismála í sviðslistum, viðburðum og kvikmyndum, starfshópur hefji störf til undrbúnings viðræðna um starfsumhverfi, vinnuvernd og aðbúnað í kvikmyndum til samræmis við áherslur í kvikmyndastefnu Íslands.
Sérkjarasamningur RSÍ/FTF og SA fyrir tæknifólk í rafiðnaði
Kauptaxtar á samningstímabilinu
Tæknimaður 1 | |
Frá 1.11.2022 | |
Grunnlaun | 452.810 |
Tæknimaður 2 | |
Frá 1.11.2022 | |
Byrjunarlaun | 482.630 |
Eftir 1 ár | 487.456 |
Tæknimaður 3 | |
Frá 1.11.2022 | |
Byrjunarlaun | 536.256 |
Eftir 1 ár | 541.619 |
Eftir 3 ár | 547.035 |