Samkvæmt upplýsingum frá RAFMENNT, þá er loksins hægt að bjóða upp á Rigging námskeið hjá RAFMENNT fyrir félaga í Félagi tæknifólks. Það hefur ekki gengið þrautarlaust að fá kennara en nú hafa samningar tekist við Chris Higgs um að koma til landsins að kenna námskeiðið „Rigging and work at height training courses“ sem er 3ja daga námskeið. Strax fylltist á námskeiðið og færri komust að en vildu! Það verður því annað námskeið haldið í maí!
RAFMENNT er þekkingarfyrirtæki sem veitir þjónustu og sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi
Hlutverk RAFMENNTAR er að veita fagaðilum og nemendum í raf- og tæknigreinum tækifæri til að stunda öflugt framhaldsnám og sinna endurmenntun. RAFMENNT heldur reglulega endurmenntunar námskeð og fyrirlestra fyrir fagfólk í raf- og tækniiðnaðinum.