Félag tæknifólk er ásamt félögum innan Rafiðnaðarsambandsins og Fagfélögunum í viðræðum um nýjan, almennan kjarasamning fyrir tæknigreinarnar. Þetta  er klárlega eitt stærsta sérverkefnið sem nú er unnið að, þar með talið fyrsti samningur kvikmyndagerðarmanna. Við í tæknigreinunum segjum stundum að við séum öll ómissandi en um leið eru störf okkar oft frekar ósýnileg.  Höldum því fyrra en breytum þessu síðara!