Hvað kostar?

Hvaða taxta á að miða við?

Hvernig á að verðleggja vinnu sína í verkefnum?

Hvenær?

Hábjartur dagur, kvöld eða helgar?

Hvenær dagsins á að vinna verkefnið?

Útborgunartími

Allt í einu eða á ákveðnum dögum?

Hvenær verður greitt fyrir vinnuna?

Við höfum mörg hver reynslu af því að túlkun og skilningur fólks getur verið mjög mismunandi!

Það er gríðarlega mikilvægt að setja saman texta um verk sem fólk tekur að sér fyrir aðra sem báðir aðilar hafa sameiginlegan skilning á og staðfesta það með undirskrift sinni.

Þegar gerður er samningur um verkefni er mikilvægt að skrá hvað það er sem verktaki á að gera og hvað verkkaupi á að gera.  Til eru mörg dæmi um samninga og hér er birt dæmi um samning í tengslum við kvikmyndaverkefni.

Vakin er athygli á því að nauðsynlegt er að undirrita samninga milli aðila.

VERKSAMNINGUR

Undirritaðir, (Nafn verkkaupa). (Kennitala verkkaupa), í samningi þessum nefnt “xxxxx” og (nafn verktaka), (heimili verktaka), (Póstnúmer, sveitarfélag, sími og kennitala), í samningi þessum nefndur “Verktaki”, gera með sér eftirfarandi Verksamning:

1. GREIN
SKILGREINING VERKS OG VERKLÝSING

Verktaki tekur að sér…. Nánari lýsing á verkinu, hvað verkefnið heitir, hvað verkþætti verktaki tekur að sér og hvort einhverjar kvaðir eru settar á samningsaðila. Samningur þessi tekur gildi við undirskrift .. getur svo verið texti í lokin eða þá lýsing á því að samningurinn taki til vinnu sem er þegar er búið að vinna.

2. GREIN
VINNUTÍMI / SAMNINGSTÍMI

Hvenær verk hefst, hvenær er áætlað að því ljúki og verktaki skili afurð og svo lýsing á því hvaða vinnutíma er verið að miða við.
Taka fram í sérmálsgrein einhver hámörk á vinnu. Ef það bætast við verkhlutar, vinnudagar eru lengri en 10 tímar t.d. eða annað slíkt og þá texti um hvað gerist ef þannig fer.
Er t.d. greidd yfirvinna og þá á hvaða taxta eða ef það bætast við verkþættir þá sé greitt fyrir þá sérstaklega.
Einnig væri einfaldlega hægt að segja hér að ef einhver vinna eða ábyrgð er um fram það sem hér er lýst þá sé það utan þessa verksamnings og beri að semja um það sérstaklega.

3. GREIN
GREIÐSLUR

Lýsing á því fyrir hvað er greitt, hvenær skal greiða, hvert á að senda reikning og annað slíkt.

4.GREIN
ÁBYRGÐ OG GREIÐSLUSKYLDA VERKTAKA

Verktaki er sjálfstæður aðili og starfar sem slíkur við vinnu sína fyrir XXX, ekki er um neinskonar ráðningarsamband eða samstarf að ræða umfram efni þessa samnings. Verktaki ber ábyrgð á greiðslu allra gjalda sem tengjast starfsmannahaldi sjálfstætt starfandi aðila svo sem skatt, launaskatt, iðgjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs, stéttarfélgasgjöld, lífeyrissjóðsgjöld, bæði atvinnurekenda og tryggingariðgjöld og önnur hliðstæð gjöld.

5. GREIN
TRYGGINGAR

Verktaki starfar að verki sínu við framleiðslu Verksins algjörlega á eigin ábyrgð, þ.e. XXX er ekki ábyrgt fyrir líkams- eða heilsutjóni og/eða fjárhagstjóni sem Verktaki kann að verða fyrir við verk sitt, nema það sé bein afleiðing saknæmrar hegðunar þeirra starfsmanna sem XXX hefur undir sinni stjórn eða stórfellds gáleysis þeirra. Verktaki staðfestir hér með að honum sé ljóst að hann verði sjálfur að sjá um líftryggingu, slysatryggingar og allar aðrar tryggingar sínar vegna Verksins.

6. GREIN
VERKSKYLDUR- OG VANEFNDIR

Hér er hægt að lýsa öllum gagnkvæmum skyldum verkkaupa og verktaka gagnvart hvorum öðrum. Tjón á búnaði, aðstaða til vinnu, vanefndir, ekki staðið við eitthvað o.s.frv.
Svo þetta sé skýrt þá er ekki verra að um verktaka sé fjallað í sér málsgrein og um verkkaupa í annarri málsgrein.

7. GREIN
HÖFUNDAR- OG RÁÐSTÖFUNARRÉTTUR

XXX hefur ótakmarkaðan höfundar- og ráðstöfunarrétt yfir verkinu, þ.m.t. á framlagi Verktaka, um alla framtíð, hverju nafni sem nefnist, m.a. rétt til almennrar birtingar (sýninga), fjölföldunar, leigu, útlána, sölu og dreifingu verksins hvar sem er í heiminum með hverjum þeim tæknilega hætti sem mögulegur er í dag eða fundinn verður upp síðar, án þess að honum beri að greiða Verktaka viðbótargreiðslur eða launauppbót vegna slíkrar dreifingar. Þannig felur þóknun Verktaka skv. samningi þessum í sér greiðslur vegna allra framseldra réttinda.

Birtingar- og dreifingarréttindi þessi ná yfir öll miðlunarform, m.a. ná þau til réttinda til dreifingar í kvikmyndahús, sjónvarp með hefðbundnum hætti, gegnum kapalkerfi og gervihnetti (m.a. svokallað „pay per view“ og „video on demand“), og fjölföldunar á myndböndum og mynddiskum.
Að auki á XXX öll önnur afleidd réttindi að verkinu, m.a. svokölluð „merchandising rights“

8. GREIN
TRÚNAÐARSKYLDA- OG KYNNINGAREFNI

Verktaki ber að líta á Verkið sem trúnarðarmál og er óheimilt að afhenda eða lána öðrum eintök af því. Verktaki er óheimilt að gefa nokkrar yfirlýsingar til fjölmiðla hvað varðar Verkið og framleiðslu þess, nema honum hafi verið falið það sérstaklega eða fengið til þess leyfi frá XXX. Jafnframt hefur XXX rétt til þess að nota nafn og myndir af Verktaka í kynningar- og auglýsingarskyni.

9. GREIN
NAFNABIRTING

Verktaki skal fá nafn síns og starfsheiti getið svohljóðandi: “Starfstitill, nafn verks og þitt nafn” í titlum Verksins samkvæmt hefðum og venjum sem gilda um nafngreiningu og starfsheitis í sjónvarps og kvikmyndaiðnaðinum.

10. GREIN
ÁGREININGSEFNI

Rísi ágreiningur um samning þennan má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Reykjavik, dagsetning og ár 

Fyrir hönd verkkaupa                                                        Verktaki

                      ________________________                                                         ________________________

Verksamningur í kvikmyndagerð

Verksamningur í kvikmyndagerð

Verksamningur í kvikmyndagerð

Skjal til niðurhals?

Verksamningur í ...

Verksamningur í ....

Verksamningur til niðurhals?

Verksamningur í ...

Verksamningur í ....

Verksamningur til niðurhals?